Innlent

Fast þeir sóttu sjóinn

Mikil ásókn er nú í að komast á sjóinn, en á sama tíma í fyrra voru hvað eftir annað dæmi þess að brottför skipa tefðist á meðan verið var að fullmanna skipin.

Skipstjóri á fjölveiðiskipi, sem fréttastofan ræddi við sagði að einn daginn hafi hann fengið hátt í þrjátíu símtöl með fyrirspurnum um skipsrúm, en hann væri með fullmannað skip og góða áhöfn. Um sama leyti í fyrra hafi hann íhugað að leita til útlanda eftir sjómönnum, sem væri slæmur kostur því tungumálaörðugleikar gætu skapað hættu um borð, sérstaklega þegar eitthvað bjátaði á og allir þyrftu að skilja alla strax.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×