Stal fjölda bíla með stolnum skilríkjum Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. nóvember 2008 16:11 Bíræfni bílþjófurinn stal veski frá Stefáni Má Haraldssyni þann 30 október síðastliðinn. Frá þeim tíma, eða á nærri þriggja vikna tímabili nýtti hann sér skilríki Stefáns til þess að sigla undir fölsku flaggi. Hann stal hverri bifreiðinni á eftir annarri og tók út vörur og þjónustu fyrir um 90 þúsund krónur á stolið kreditkort. Þar á meðal tók hann út sígarettur fyrir tugi þúsunda, greiddi hótelreikning og greiddi reikning hjá dýralækni. Vísir sagði fyrst frá þjófnaði mannsins í gær, eftir að maðurinn stal bíl úr Bílahúsinu í Reykjanesbæ. En hann hafði stolið fleiri bílum undir því yfirskini að hann væri Stefán. Þar á meðal hafði hann tekið bíl laugardaginn 8. nóvember frá BílahöllinniHafði stolið bíl úr Bílahöllinni Jón Ragnarsson, eigandi Bílahallarinnar, segir að maðurinn hafi komið inn til þeirra og fengið bíl til að prufukeyra. Hann hafi framvísað ökuskirteini, en sölumanninum hafi láðst að bera saman myndina af manninum við manninn sjálfan. „Þegar að hann skilar sér ekki hringjum við og spyrjum hvort að hann ætli ekki að skila bílnum. Stefán skýrir málið og segir að veskinu sínu hafi verið stolið og að maðurinn fari út um allan bæ undir fölsku flaggi," segir Jón. Jón segir að Stefán hafi síðan bent á að Bílahöllinn væri ekki fyrsta bílasalan sem hefði hringt í sig vegna þessa. Jón segir að eftir helgina hafi síðan verið auglýst eftir bílnum og myndum af bílnum meðal annars verið dreift á nokkrum bensínstöðvum. Um miðja vikuna hafi þessi maður síðan tekið bensín á bílinn á bensínstöð við Norðlingaholt en ekki borgað fyrir það. Númerið á bílnum hafi náðst og starfsfólk bensínstöðvarinnar hringt til að grafast fyrir um málið en þá hafi komið í ljós að númeraplötunum hafi verið stolið af öðrum bíl og settar á stolna bílinn.Stal númeraplötum til að setja á stolna bílinn „En svo veit ég ekki meira. Eina sem ég veit er það að hann næst á fimmtudeginum og þá hafði hann verið að stela kjöti af einhverjum stórmarkaðinum . Þá nappast hann og situr inni í heilan sólarhring, kemur út á föstudeginum og ég hitti manninn," segir Jón. Jón segist síðan hafa tekið bílinn þegar að hann hafi verið búinn að tæma hann. Hann hafi síðan ekki haft önnur afskipti af honum. Sólarhringi eftir að Jón fékk bílinn til baka var maðurinn búinn að stela öðrum bíl í Reykjanesbæ. Jón segist hafa heyrt af því að maðurinn hafi áður verið búinn að stela tveimur eða þremur bílum með svipuðum hætti. Þá segir hann það jafnframt vera með ólíkindum að maðurinn virðist hafa getað dulist undir nafni Stefáns þann sólarhring sem að hann sat í fangelsi. „Hann er greinilega sprenglærður í þessu," segir Jón. Maðurinn var handtekinn í Borgarnesi í morgun. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir að verið sé að flytja hann til Reykjavíkur. Hann sé grunaður um bílaþjófnað og greiðslukortamisferli. Á morgun verði tekin ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir manninum. Tengdar fréttir Þáði kakó og stal bíl Víða er hægt að gera kostakaup á bílum þessa dagana. Það dugði þó ekki manni sem kom til að skoða bíla hjá Bílahúsinu á Laugardag. Hann vildi fá sinn frítt. 18. nóvember 2008 10:34 Bíræfni bílþjófurinn stöðvaður í Borgarnesi Vísir sagði í gær frá manni sem heimsótti Bílahúsið í Reykjanesbæ á laugardaginn. Þáði hann kakó, köku og fékk að reynsluaka silfurlituðum Volkswagen Golf. Var maðurinn hinn viðmótlegasti en bílnum hefur hann enn ekki skilað. Guðni Daníelsson framkvæmdarstjóri Bílahúss segist hafa fengið mikil viðbrögð í kjölfar fréttar Vísis í gær og sést hafi til bílþjófsins víða um land. Lögreglan í Borgarnesi hafði hinsvegar uppi á manninum fyrir stundu. 19. nóvember 2008 13:20 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sjá meira
Bíræfni bílþjófurinn stal veski frá Stefáni Má Haraldssyni þann 30 október síðastliðinn. Frá þeim tíma, eða á nærri þriggja vikna tímabili nýtti hann sér skilríki Stefáns til þess að sigla undir fölsku flaggi. Hann stal hverri bifreiðinni á eftir annarri og tók út vörur og þjónustu fyrir um 90 þúsund krónur á stolið kreditkort. Þar á meðal tók hann út sígarettur fyrir tugi þúsunda, greiddi hótelreikning og greiddi reikning hjá dýralækni. Vísir sagði fyrst frá þjófnaði mannsins í gær, eftir að maðurinn stal bíl úr Bílahúsinu í Reykjanesbæ. En hann hafði stolið fleiri bílum undir því yfirskini að hann væri Stefán. Þar á meðal hafði hann tekið bíl laugardaginn 8. nóvember frá BílahöllinniHafði stolið bíl úr Bílahöllinni Jón Ragnarsson, eigandi Bílahallarinnar, segir að maðurinn hafi komið inn til þeirra og fengið bíl til að prufukeyra. Hann hafi framvísað ökuskirteini, en sölumanninum hafi láðst að bera saman myndina af manninum við manninn sjálfan. „Þegar að hann skilar sér ekki hringjum við og spyrjum hvort að hann ætli ekki að skila bílnum. Stefán skýrir málið og segir að veskinu sínu hafi verið stolið og að maðurinn fari út um allan bæ undir fölsku flaggi," segir Jón. Jón segir að Stefán hafi síðan bent á að Bílahöllinn væri ekki fyrsta bílasalan sem hefði hringt í sig vegna þessa. Jón segir að eftir helgina hafi síðan verið auglýst eftir bílnum og myndum af bílnum meðal annars verið dreift á nokkrum bensínstöðvum. Um miðja vikuna hafi þessi maður síðan tekið bensín á bílinn á bensínstöð við Norðlingaholt en ekki borgað fyrir það. Númerið á bílnum hafi náðst og starfsfólk bensínstöðvarinnar hringt til að grafast fyrir um málið en þá hafi komið í ljós að númeraplötunum hafi verið stolið af öðrum bíl og settar á stolna bílinn.Stal númeraplötum til að setja á stolna bílinn „En svo veit ég ekki meira. Eina sem ég veit er það að hann næst á fimmtudeginum og þá hafði hann verið að stela kjöti af einhverjum stórmarkaðinum . Þá nappast hann og situr inni í heilan sólarhring, kemur út á föstudeginum og ég hitti manninn," segir Jón. Jón segist síðan hafa tekið bílinn þegar að hann hafi verið búinn að tæma hann. Hann hafi síðan ekki haft önnur afskipti af honum. Sólarhringi eftir að Jón fékk bílinn til baka var maðurinn búinn að stela öðrum bíl í Reykjanesbæ. Jón segist hafa heyrt af því að maðurinn hafi áður verið búinn að stela tveimur eða þremur bílum með svipuðum hætti. Þá segir hann það jafnframt vera með ólíkindum að maðurinn virðist hafa getað dulist undir nafni Stefáns þann sólarhring sem að hann sat í fangelsi. „Hann er greinilega sprenglærður í þessu," segir Jón. Maðurinn var handtekinn í Borgarnesi í morgun. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir að verið sé að flytja hann til Reykjavíkur. Hann sé grunaður um bílaþjófnað og greiðslukortamisferli. Á morgun verði tekin ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir manninum.
Tengdar fréttir Þáði kakó og stal bíl Víða er hægt að gera kostakaup á bílum þessa dagana. Það dugði þó ekki manni sem kom til að skoða bíla hjá Bílahúsinu á Laugardag. Hann vildi fá sinn frítt. 18. nóvember 2008 10:34 Bíræfni bílþjófurinn stöðvaður í Borgarnesi Vísir sagði í gær frá manni sem heimsótti Bílahúsið í Reykjanesbæ á laugardaginn. Þáði hann kakó, köku og fékk að reynsluaka silfurlituðum Volkswagen Golf. Var maðurinn hinn viðmótlegasti en bílnum hefur hann enn ekki skilað. Guðni Daníelsson framkvæmdarstjóri Bílahúss segist hafa fengið mikil viðbrögð í kjölfar fréttar Vísis í gær og sést hafi til bílþjófsins víða um land. Lögreglan í Borgarnesi hafði hinsvegar uppi á manninum fyrir stundu. 19. nóvember 2008 13:20 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sjá meira
Þáði kakó og stal bíl Víða er hægt að gera kostakaup á bílum þessa dagana. Það dugði þó ekki manni sem kom til að skoða bíla hjá Bílahúsinu á Laugardag. Hann vildi fá sinn frítt. 18. nóvember 2008 10:34
Bíræfni bílþjófurinn stöðvaður í Borgarnesi Vísir sagði í gær frá manni sem heimsótti Bílahúsið í Reykjanesbæ á laugardaginn. Þáði hann kakó, köku og fékk að reynsluaka silfurlituðum Volkswagen Golf. Var maðurinn hinn viðmótlegasti en bílnum hefur hann enn ekki skilað. Guðni Daníelsson framkvæmdarstjóri Bílahúss segist hafa fengið mikil viðbrögð í kjölfar fréttar Vísis í gær og sést hafi til bílþjófsins víða um land. Lögreglan í Borgarnesi hafði hinsvegar uppi á manninum fyrir stundu. 19. nóvember 2008 13:20