Innlent

Yfirheyrðir í dag vegna árásar við Njarðvíkurskóla

Njarðvík.
Njarðvík.

Lögreglan á Suðurnesjum er búin að hafa uppi á öllum þremur piltunum, sem gengu í skrokk á skólafélaga sínum á lóð Njarðvíkurskóla í gær, þannig að gera þurfti að sárum fórnarlambsins á heilsugæslustöðinni.

Piltarnir eru allir 15 ára og verða yfirheyrðir nánar í dag. Þeir gáfu þær skýringar í gærkvöldi að þeir hafi verið að hefna sín á fórnarlambinu fyrir að hafa hrekkt yngri bróður eins árásarpiltanna fyrr um daginn. Lögregla leitar að einum pilti enn, sem tók myndir af atburðinum og setti þær á Netið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×