Innlent

Bið eftir viðbótarfjármögnun tefur IMF umsóknina

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra.

Geir Haarde forsætisráðherra segir ástæðuna fyrir því að dregist hafi að taka ákvörðun í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga sé sú að ekki sé búið að klára þá viðbótarfjármögnun sem talað hefur verið um. „Þá erum við fyrst og fremst að tala um fjármögnun frá Norðulöndunum sem getur verið í formi lána eða gjaldeyrisskiptasamninga. Þetta er ástæðan fyrir því að þetta er að dragast hjá IMF," segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir þó ljóst að ákveðnar þjóðir vilji tengja Icesave málið við umsókn Íslendinga.

„Það er spurning hvort einhver sé að reyna að skemma fyrir þessum samningum og þá segi ég, ef þetta snýst um Icesave málið, þá lítum við á það sem annað mál," sagði forsætisráðherra. „Ríkisstjórnin telur að afgreiða eigi lánið og prógrammið á sínum eigin forsendum og svo eigum við að glíma við Icesave í samstarfi við Hollendinga og Breta," segir Geir einnig. „Það er ljóst að það eru ákveðnar þjóðir innan ESB sem vilja blanda þessu saman. Það er óásættanlegt og afar ógeðfellt."

Geir segir einnig ljóst að framkvæmdastjórnin geti samþykkt umsókn Íslendinga í andstöðu við Hollendinga og Breta. Hann segist heldur ekki vita fordæmi þess að mál þjóða sem séu komin eins langt og á við um umsókn Íslendinga, séu stöðvuð.

Að síðustu kom fram að forsætisráðherra hafi talað við Dominique Strauss-Kahn, forstjóra IMF í vikunni og að forstjórinn hafi fullyrt við sig að hann sæi enga meinbugi á samstarfi Íslands og sjóðsins.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×