Fótbolti

Engin vandræði hjá Manchester City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho, Elano og Vincent Kompany fagna fyrra marki City í kvöld.
Robinho, Elano og Vincent Kompany fagna fyrra marki City í kvöld. Nordic Photos / AFP

Manchester City er komið áfram í riðlakeppni UEFA-bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á Omonia Nicosia frá Kýpur í síðari viðureign liðanna í 1. umferð keppninnar í kvöld.

City vann fyrri viðureign liðanna á Kýpur einnig 2-1 og því samanlagt 4-2.

Elano og Shaun-Wright Phillips skoruðu mörk City í síðari hálfleik áður en Kýpverjarnir náðu að minnka muninn undir lok leiksins.

Elano skoraði eftir undirbúning Robinho en Wright-Phillips náði að standa af sér tvær tæklingar áður en hann skoraði síðara mark City með góðu skoti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×