Enski boltinn

Ekki erfitt að lokka Flamini frá Arsenal

Flamini fer til Milan í sumar
Flamini fer til Milan í sumar NordcPhotos/GettyImages

Ariedo Braida, yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan, segir að það hafi hreint ekki verið erfitt að lokka Mathieu Flamini frá Arsenal. Hann á þó ekki von á að geta gert það sama við Didier Drogba hjá Chelsea.

Flamini er leikmaður sem Carlo Ancelotti hefur miklar mætur á og vildi fá til félagsins. Milan er eins og fljölskylda þar sem ákvarðanir eru teknar í sameingingu. Ég er viss um að mörg félög hafa verið á eftir Flamini, því hann er hæfileikaríkur leikmaður. Samningaviðræður eru aldrei auðveldar, en það var samt ekki erfitt að fá hann til Milan," sagði Braida.

Milan hefur verið orðað nokkuð við Didier Drogba hjá Chelsea, en Braida er ekki bjartsýnn á að landa honum.

"Drogba er mjög áhugaverður leikmaður sem mörg félög væru til í að landa, en hann er samningsbundinn og ég hugsa að hann verði áfram hjá Chelsea á næsta ári."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×