Innlent

Segir norrænu ríkin og Rússa leggja til þrjá milljarða dollara

Finnar, Svíar, Danir og Norðmenn lána Íslendingum samtals 2,5 milljarða dollara, jafnvirði um 350 milljarða íslenskra króna, miðað við skráð gengi Seðlabankans. Frá þessu greinir finnska dagblaðið Kauppalehti í dag en vitnar ekki til heimildarmanna.

Fram kemur að lánin verði jafnstór frá hverju þessara landa en þegar hefur komið fram að Norðmenn láni Íslendingum 500 milljónir evra, eða um 80 milljarða króna. Þá segir finnska blaðið að Rússar láni okkur 500 milljónir dollara og þá muni fjármunir einnig koma frá Færeyingum, Pólverjum og Evrópusambandinu.

Þegar hefur komið fram að Pólverjar hyggjast leggja til 200 milljónir dollara, um 28 milljarða króna, og Fæeyringar lána okkur um sex milljarða króna.

Fram hefur komið í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra að Íslendingar þurfi um fimm milljarða dollara til þess að takast á við efnahagsvandann og miðað við þessa frétt eru þeir fjármunir tryggðir því Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur einnig til tvo milljarða dollara.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×