Erlent

Farþegaþota fór út af flugbraut á Lanzarote

Spænsk farþegaþota þaut fram af brautarenda við lendingu á Lanzarote í morgun og staðnæmdist einungis örfáum metrum frá sjó.

Vélin, að gerð Boeing 737 frá flugfélaginu Air Europa, var á leið frá Glasgow með 74 farþega innanborðs. Talsmaður spænskra flugmálayfirvalda sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að ekki væri vitað hvers vegna vélin hefði farið fram af brautarendanum.

Enginn slasaðist við atvikið, en flugvöllurinn var lokaður í þrjá tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×