Innlent

Vinnuhópur um sameiningu FME og Seðlabankans

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Að öllum líkindum verður stofnaður vinnuhópur til að kanna sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag og sagði Geir að þingmenn flokksins séu jákvæðir fyrir hugsanlegri sameiningu. Forsætisráðherra sagði mikilvægt að sameina krafa í stað þess að dreifa þeim.

Geir vonast til þess að hugsanleg sameining muni ganga hratt fyrir sig. Það muni þó ekki gerst eins hratt og Samfylkingin hefur lagt til en flokkurinn vill að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn verði sameinuð áður en krónan verður sett á flot.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×