Innlent

Sæfari siglir loks til Grímseyjar á föstudag

MYND/Stöð 2

Grímseyingar gleðjast væntanlega á föstudag því þá fer Grímseyjarferjan Sæfari í sína fyrstu ferð frá Dalvík. Farið verður klukkan 10 og er fjölmiðlum boðið með í för samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Athöfn verður um borð í Sæfara í Grímsey að viðstöddum Grímseyingum, samgönguráðherra og vegamálastjóra og ef veður leyfir verður siglt í kringum Grímsey.

Málefni Grímseyjarferjunnar voru í brennidepli í fyrrasumar en þá komst upp að kostnaður við endurgerð hennar var umtalsvert meiri en áætlanir gerður ráð fyrir. Miklar tafir hafa orðið á afhendingu ferjunnar en þær skýrast meðal annars af því að skipið var í mun verra ásigkomulagi en talið var þegar það var keypt til landsins og af margvíslegum breytingum sem gerðar voru á meðan á viðgerðartímanum stóð.

Allt þetta hefur hleypt upp verðinu en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það kostaði 150 milljónir að kaupa og endurnýja ferjuna. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við endurbæturnar og kaupin er en að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, verður hann að líkindum upplýstur á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×