Innlent

Vel fært á Fagradal eftir vandræði í gær

Veður hefur lægt á Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar og þar er vel fært.

Aftakaveður var þar í gær og lélegt skyggni. Björgunarsveitir á Austfjörðum stóðu í ströngu í allan gærdag við að aðstoða um þrjátíu manns sem festu bíla sína í snjónum.

Ökumenn voru ferjaðir til byggða og fjölmargir þurftu að skilja bílana eftir. Þá féllu tvö snjóflóð á svæðinu um hádegisbil í gær. Flóðið milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar féll á snjóruðningsbíl en bílstjórann sakaði ekki. Hitt snjóflóðið féll á veginn í Reyðarfirði undir Grænafelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×