Fótbolti

Porto meistari í Portúgal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stærsta stjarna Porto, Ricardo Ouaresma.
Stærsta stjarna Porto, Ricardo Ouaresma.

Í gær tryggði Porto sér sigur í portúgölsku deildinni en þetta er í sjötta sinn á síðustu sjö árum sem liðið hampar meistaratitlinum í Portúgal. Liðið vann 6-0 sigur á Amadora í gærkvöldi.

Porto er með átján stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir og því ekki lengur tölfræðilegur möguleiki á að eitthvað annað lið verði meistari.

Yfir 50 þúsund stuðningsmenn Porto voru mættir á leikinn í gær og sáu Porto tyggja sér þriðja meistaratitil sinn í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×