Enski boltinn

Pires: Enska deildin er sterkari en sú spænska

NordcPhotos/GettyImages

Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Villarreal segir að enska úrvalsdeildin sé sterkari en sú spænska í kjölfar góðs árangurs ensku liðanna í Meistaradeildinni.

Pires lék um árabil með Arsenal og þekkir því vel til beggja deilda. "Barcelona er eina spænska liðið sem er eftir í Meistaradeildinni svo maður verður líklega að viðurkenna að enska deildin sé sterkari í augnablikinu. Enska deildin er harðari, hraðari og erfiðari í alla staði," sagði Pires.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×