Fótbolti

Celtic skoskur meistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Celtic fagna í kvöld.
Stuðningsmenn Celtic fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Glasgow Celtic varð í kvöld skoskur meistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Dundee United. Rangers tapað á sama tíma fyrir Aberdeen.

Liðin voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina í kvöld en Celtic var með betri markatölu og hefði Rangers þurft að vinna að minnsta kosti fimm marka sigur á Aberdeen til að ná titlinum af Celtic.

En Aberdeen gerði sér lítið fyrir og vann Rangers, 2-0.

Jan Vennegoor of Hesselink var hetja Celtic í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Fyrir aðeins fáeinum vikum var Rangers með sjö stiga forystu á Celtic og átti þar að auki leik til góða en Walter Smith og lærisveinum hans tókst að láta titilinn renna sér úr greipum á lokasprettinum.

Gordon Strachan komst í sögubækurnar í kvöld en hann hefur nú stýrt Celtic til sigurs í skosku úrvalsdeildinni þrjú ár í röð. Aðeins Willie Maley og Jock Stein hafa náð þeim árangri fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×