Enski boltinn

Roman hefur róast mikið

Alex
Alex Nordic Photos / Getty Images

Brasilíski varnarmaðurinn Alex hjá Chelsea segir að eigandinn Roman Abramovich haldi sig mun meira til hlés nú en hann gerði á síðustu dögum Jose Mourinho.

Hann segir jafnframt að þó Avram Grant hafi ólíkan stíl sem stjóri, sé hernaðaráætlun hans að ganga upp og hann fái líka góðan vinnufrið frá eigandanum.

"Þetta hefur verið skrítinn tími," sagði Alex í samtali við Globo Esporte þegar hann var spurður um breytinguna sem varð á liðinu eftir að Mourinho fór.

"Liðið fann mikið fyrir því þegar Mourinho fór, en er nú smátt og smátt að finna sig undir nýjum stjóra. Abramovich hefur ekki verið mikið í kring um liðið eins og fyrst á tímabilinu, því þegar ég kom fyrsti hingað - var hann alltaf í kring um liðið," sagði Alex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×