Enski boltinn

West Ham áfrýjar í Tevez-málinu

NordicPhotos/GettyImages

West Ham ætlar að áfrýja Tevez-málinu svokallaða til Alþjóða Íþróttadómstólsins.

West Ham á yfir höfði sér að þurfa að greiða Sheffield United um fimm milljarða króna vegna umdeildra félagaskipta Tevez á sínum tíma, en enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að niðurstöðu gerðardómsins yrði ekki áfrýjað.

Í yfirlýsingu frá West Ham kemur m.a. fram sú skoðun félagsins að framlag eins leikmanns geti tæplega talist nógu mikið til að hafa áhrif á örlög eins knattspyrnufélags yfir 38 leikja tímabil.






Tengdar fréttir

Björgólfur ætlar ekki að yfirgefa West Ham

Greinarhöfundur í breska dagblaðinu The Times fullyrðir að Björgólfur Guðmundsson muni ekki yfirgefa West Ham jafnvel þótt að félagið þurfi að borga meira en fimm milljarða króna vegna Tevez-málsins svokallaða.

Gerðardómur dæmdi Sheffield United í hag

Gerðardómur hefur dæmt Sheffield United í hag vegna Tevez-málsins svokallaða. United vill fá rúma 5,2 milljarða, 30 milljónir punda, í skaðabætur frá West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×