Fótbolti

Tap fyrir Sviss

Íslenska U-17 ára landsliðið tapaði í dag 2-1 fyrir Svisslendingum í undankeppni EM, en leikið var á Akranesi. Á sama tíma unnu Norðmenn 4-0 sigur á Úkraínumönnum í Grindavík.

Svisslendingarnir byrjuðu mun betur á Skaganum í dag og komust í 2-0 eftir ríflega hálftíma leik. Íslenska liðið rétti úr kútnum í þeim síðari og Zlatko Krickic minnkaði muninn á 54. mínútu, en lengra komst liðið ekki og mátti sætta sig við tap.

Íslensku strákarnir mæta næst Úkraínu á KR-velli á föstudaginn klukkan 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×