Fótbolti

Ísland vann sigur á Ísrael

Fanndís Friðriksdóttir
Fanndís Friðriksdóttir Mynd/ksi.is

Íslenska U-19 ára landslið kvenna vann í dag 2-1 sigur á Ísraelum ytra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.

Íslenska liðið náði 1-0 forystu í leiknum í uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki frá Fanndísi Friðriksdóttur fyrirliða, en Ísraelar jöfnuðu þegar um 20 mínútur voru til leiksloka.

Ásta Einarsdóttir kom íslenska liðinu yfir á ný aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat.

Aðstæður hafa eflaust verið íslenska liðinu nokkuð erfiðar í leiknum, en samkvæmt heimasíðu KSÍ var rúmlega 30 stiga hiti á vellinum í dag.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Írum klukkan 13 á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×