Innlent

Fylgjast með þróun og áhrifum atvinnuleysis í borginni

Svandísi Svavarsdóttur, oddvita Vinstri - grænna, hefur verið falið að fara fyrir starfshópi á vegum borgarinnar sem á að fylgjast með þróun og meta áhrif atvinnuleysis í Reykjavík.

Tillaga þessa efnis frá borgarstjóra var samþykkt á borgarráðsfundi í morgun. Starfshópurinn á að starfa undir aðgerðahópi borgarráðs um fjármál Reykjavíkurborgar.

Í hópnum munu auk Svandísar einnig starfa fulltrúar velferðarráðs og velferðarsviðs og borgarhagfræðings. Starfshópurinn skal skila niðurstöðum til aðgerðahópsins eigi síðar en 10. janúar 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×