Samfylkingin í Garðabæ vill bankastjórn Seðlabankans burt 20. nóvember 2008 11:01 Á aðalfundi Félags Samfylkingarinnar í Garðabæ í gærkvöldi kom fram að allar forsendur ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn séu nú gjörbreyttar. Fundurinn telur því að endurnýja þurfi umboð stjórnmálaflokkanna allra í síðasta lagi vorið 2009. „Í þeim samdrætti sem nú blasir við á Samfylkingin að standa vörð um velferðarkerfi þjóðarinnar. Leita verður allra leiða til þess að draga úr atvinnuleysi og sívaxandi skuldabyrði heimilanna. Forgangsröðun Samfylkingarinnar verður að halda. Fari svo að velferðarkerfinu verði stefnt í hættu, með því að samstarfsflokkurinn setji fram kröfu um flatan niðurskurð eigi að láta brjóta á því," segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að ljóst sé að tiltrú almennings á stjórn- og fjármálakerfi þjóðarinnar hafi beðið mikla hnekki og það sé óþolandi að forsvarsmenn þjóðarinnar bendi nú hver á annan í leit að sökudólgum meðan þjóðin horfi forviða á. „Það er hlutverk Samfylkingarinnar að leiða þá hreinsun sem óumflýjanleg er. Samfylkingin er nýr flokkur, flokkur nýrra tíma og boðberi nýrra stjórnunarhátta. Samfylkingin í Garðabæ telur því eðlilegt að meðal fyrstu aðgerða beiti flokkurinn sér fyrir því að bankaráð og bankastjórn Seðlabankans víki. Hraða verður rannsókn á bankahruninu og það er einföld og eðlileg krafa að allir sem ábyrgð bera og hvar í flokki sem þeir standa, axli þá ábyrgð. Samfylkingin hefur leitt og mun leiða umræðuna um aðild að Evrópubandalaginu og ber því að hefja aðildarviðræður á næstu mánuðum." Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Á aðalfundi Félags Samfylkingarinnar í Garðabæ í gærkvöldi kom fram að allar forsendur ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn séu nú gjörbreyttar. Fundurinn telur því að endurnýja þurfi umboð stjórnmálaflokkanna allra í síðasta lagi vorið 2009. „Í þeim samdrætti sem nú blasir við á Samfylkingin að standa vörð um velferðarkerfi þjóðarinnar. Leita verður allra leiða til þess að draga úr atvinnuleysi og sívaxandi skuldabyrði heimilanna. Forgangsröðun Samfylkingarinnar verður að halda. Fari svo að velferðarkerfinu verði stefnt í hættu, með því að samstarfsflokkurinn setji fram kröfu um flatan niðurskurð eigi að láta brjóta á því," segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að ljóst sé að tiltrú almennings á stjórn- og fjármálakerfi þjóðarinnar hafi beðið mikla hnekki og það sé óþolandi að forsvarsmenn þjóðarinnar bendi nú hver á annan í leit að sökudólgum meðan þjóðin horfi forviða á. „Það er hlutverk Samfylkingarinnar að leiða þá hreinsun sem óumflýjanleg er. Samfylkingin er nýr flokkur, flokkur nýrra tíma og boðberi nýrra stjórnunarhátta. Samfylkingin í Garðabæ telur því eðlilegt að meðal fyrstu aðgerða beiti flokkurinn sér fyrir því að bankaráð og bankastjórn Seðlabankans víki. Hraða verður rannsókn á bankahruninu og það er einföld og eðlileg krafa að allir sem ábyrgð bera og hvar í flokki sem þeir standa, axli þá ábyrgð. Samfylkingin hefur leitt og mun leiða umræðuna um aðild að Evrópubandalaginu og ber því að hefja aðildarviðræður á næstu mánuðum."
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira