Innlent

Fólskuleg líkamsárás á skólalóð í Reykjanesbæ

Á vefsíðunni Youtube.com er að finna alvarlega líkamsárás sem átti sér stað í Reyjanesbæ í dag. Þar veitast þrír ungir drengir að jafnaldra sínum með höggum og spörkum á skólalóð Njarðvíkurskóla og er meðal annars sparkað í höfuð drengsins.

Lögreglan á Suðurnesjum lítur málið alvarlegum augum og hefur hún náð tali af árásaraðilunum og foreldrum þeirra. Allir eru drengirnir á 15. aldursári. Það sama á við um fórnarlambið sem leitaði sér læknisaðstoðar í framhaldinu.

Samkvæmt upplýsingum hjá lögreglunni er drengurinn mikið marinn og bólgin í andliti og hann jafnvel nefbrotinn.

Varðstjóri sagði í samtali við Vísi árásina hafi verið skuggleg um leið afar fólskuleg. Hann man ekki eftir svipuðu máli sem komið hefur upp áður á skólalóð í umdæminu.

Myndbandið hefur nú verið fjarlægt af vefsíðunni Youtube.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×