Innlent

Skuldir heimilanna fimmfaldast frá einkavæðingu bankanna

Skuldir heimilanna fimmfölduðust frá því bankarnir voru einkavæddir þangað til þeir hrundu í síðasta mánuði. Skuldirnar hafa vaxið jafnt og þétt frá því bankarnir voru einkavæddir.

Um áramótin 2002 og 2003 var staðan hreint ekki svo slæm fyrir heimilin í landinu. Heildarskuldir námu þá rétt tæpum 200 milljörðum. Skuldastaðan breyttist frekar lítið fyrstu tvö árin en í árslok 2004 - um svipað leyti og bankarnir fóru inn á húsnæðislánamarkaðinn - byrjaði skuldasöfnunin að aukast.

Í árslok 2005 námu heildarskuldir tæpum 550 milljörðum - og höfðu því rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Árið 2006 jukust skuldirnar um eitt hundrað milljarða og árið 2007 um hundrað milljarða til viðbótar. Í lok síðasta árs skulduðu heimilin í landinu 834 milljarða.

Á fyrstu níu mánuðum þessa árs jukust skuldirnar um tæpa tvö hundruð millljarða og námu rúmum eitt þúsund milljörðum þegar bankarnir hrundu í byrjun október.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×