Erlent

160 þúsund flutt frá skjálftasvæðum í Kína

Stjórnvöld í Kína hafa flutt um 160 þúsund manns af skjálftahéruðum af ótta við að stíflur bresti.

Fólkið býr allt á svæðum fyrir neðan stöðuvötn sem mynduðust í skjálftanum þegar árfarvegir stífluðust. Vatnið er enn að byggjast upp og nýjar stíflur hafa myndast á síðustu dögum þegar skriður hafa fallið við eftirskjálfta. Forsætisráðherra Kína segir að brottflutningur á fólki og vinna við stíflurnar sé mikilvægasta verk björgunarmanna núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×