Fótbolti

Ísland hefur forystuna í Serbíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands. Mynd/Hörður

Ísland hefur 1-0 forystu gegn Serbíu ytra í leik liðanna í undankeppni EM 2009. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði markið strax á fjórðu mínútu.

Fram kemur á heimasíðu KSÍ að Margrét Lára hefði tekið niður fyrirgjöf Hólmfríðar Magnúsdóttur af mikilli yfirvegun og skoraði laglegt mark.

Eftir kraftmikla byrjun á leiknum dró úr hraðanum en íslenska liðið hélt engu síður áfram að stjórna leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×