Erlent

Tyrkir fella 16 Kúrda

Tyrkneskur hermaður við landamæri Írak.
Tyrkneskur hermaður við landamæri Írak. MYND/AFP

Tyrkir segja að herlið þeirra hafi drepið sjö meðlimi kúrdíska uppreisnahópsins PKK í átökum í Sirnak í suðausturhluta landsins. Þá er tala uppreisnarmanna PKK sem Tyrkir hafa fellt komin upp í 16 frá því á mánudag. Átökin hafa átt sér stað við landamæri Írak en þrír tyrkneskir hermenn hafa einnig látist í átökunum.

Á síðustu mánuðum hafa Tyrkir aukið aðgerðir sínar gegn PKK. Þeir hafa skotið nokkrum eldflaugum yfir landamærin í Írak og barist í norðurhluta Írak. Yfirvöld í Ankara halda því fram að PKK noti búðir í norðurhluta Írak til að skjóta eldflaugum að Tyrklandi.

Meira en 30 þúsund manns hafa verið drepnir frá því PKK hóf að berjast fyrir sjálfstæði Kúrda sem eru í meirihluta í suðaustur Tyrklandi árið 1984.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×