Ríkissaksóknari rannsakar starfsemi bankanna 15. október 2008 15:53 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið ríkissaksóknara að hafa forystu um að gera skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á Alþingi í dag. Með skýrslunni á að afla staðreynda um starfsemi bankanna þriggja sem féllu í síðustu viku og tilfærslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar. Markmiðið er að kanna, hvort refsiverð háttsemi hafi átt sér stað sem gefi tilefni til lögreglurannsóknar. Skýrslan á að liggja fyrir eigi síðar en í árslok. Björn leggur til að Ríkissaksóknari njóti aðstoðar fulltrúa frá embætti skattrannsóknarstjóra, Fjármálaeftirliti og Ríkisendurskoðun. Þá semur ráðuneyti Björns frumvarp að sérstakri löggjöf um að stofnað verði tímabundið rannsóknarembætti, sem taki við rannsókn á kærum um meinta refsiverða verknaði, sem sprottnir eru af eða tengjast falli bankanna. Gert er ráð fyrir að ráðinn verði sérstakur forstöðumaður embættisins sem myndi starfa í nánu samstarfi við hverja þá opinbera stofnun, innan lands og utan, sem aðstoðað getur við að upplýsa málið. „Embættið starfaði undir forræði ríkissaksóknara, sem gæti ásamt forstöðumanni, ákvarðað, hvaða rannsóknarefni féllu til þess. Það mun að sjálfsögðu verða undir alþingi komið, hvernig lög um þetta efni verða í endanlegri mynd, en hitt er ljóst af minni hálfu, að réttarvörslukerfið getur ekki brugðist við auknu álagi vegna þessara atburða, án þess að gripið sé til sértækra aðgerða," sagði Björn. Björn sagði enn fremur að við setningu laga um þetta efni væri eðlilegt að velta því fyrir sér hvort koma ætti á fót samráðs- og eftirlitsnefnd með fulltrúum allra þingflokka, sem hitti forstöðumann hins nýja embættis reglulega og gæti í þeim trúnaði, sem bæri að virða, fylgst með framvindu mála. „Við núverandi aðstæður er nauðsynlegt að gera allt, sem skynsamlegt er, til að efla traust á þeim innviðum, sem eru meginstoðir réttarríkisins. Þá er afar mikilvægt að ekki sé hrapað að neinu eða gefa sér í anda nornaveiða, að lög hafi verið brotin. Ég heiti á samstöðu þingmanna um úrlausn hinna brýnu verkefna, sem við íslensku þjóðinni blasa á þessari örlagastundu," sagði Björn. Tengdar fréttir Jóhanna: Endurskoða stjórnarsáttmála með tilliti til ESB ,,Við verðum öll að skoða aðild að Evrópusambandinu með opnum hug," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í umræðum á Alþingi fyrir stundu. Reyna verði á aðildarviðræður þar sem þjóðin hefur úrslitavald um inngöngu. 15. október 2008 15:25 Björgvin boðar hispurslaust uppgjör Björgvin G. Sigurðsson þakkaði landsmönnum fyrir vel unnið verk á síðustu dögum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann sagði afrek hafa verið unnin þegar tókst að halda bankakerfinu gangandi þrátt fyrir efnahagshrunið. Á sama tíma hefðu landsmenn allir haldið stillingu sinni og sýnt æðruleysi frammi fyrir vandanum sem við er að etja. Hann segir mikilvægt að hispurslaust uppgjör fari fram. 15. október 2008 14:31 Aðgerðir Breta mannréttindabrot af verstu sort Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum fyrirtækjum mannréttindabrot af verstu sótt og vill að breska ríkisstjórnin verði kærð hið fyrsta. 15. október 2008 14:20 Ríkisstjórnin kannar grundvöll málshöfðunar á hendur Bretum Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15. október 2008 14:12 Krefst þess að auðmenn komi að uppbyggingunni eða sleppi því að koma heim Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, krefst þess að auðmenn komi heim og leggi þeirri uppbyggingu sem er að hefjast lið. Geri þeir það ekki geti þeir sleppt því að láta sjá sig á götum úti. 15. október 2008 14:03 Hverjir stungu umdeildri skýrslu ofan í skúffu? Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna spurði margra spurninga í snarpri ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu. Katrín talaði meðal annars um skýrslu tveggja breskra hagfræðinga sem unnin var fyrir Landsbankann en var stungið ofan í skúffu þar sem hún þótti of viðkvæm. 15. október 2008 15:14 Þorgerður vill læra af reynslu Finna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, vill að Íslendingar læri af reynslu Finna og fjárfesti í menntun til framtíðar. Þetta sagði hún við umræður um stöðu bankakerfisins á Alþingi í dag. Þorgerður benti á að Finnar hefðu líkt og Íslendingar lent í bankakreppu undir lok síðustu aldar og þá veðjað á menntunþ. Það hefðii borgað sig því vöxtur finnska hagkerfisins hefði verið mikill á síðustu árum þar sem hátækni hefði skipað æ meiri sess. 15. október 2008 15:13 Spyr hvort von sé á meiru og þá hvaðan Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um stöðu bankakerfisins að fjölmörgum spurningum væri enn ósvarað. 15. október 2008 15:04 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið ríkissaksóknara að hafa forystu um að gera skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á Alþingi í dag. Með skýrslunni á að afla staðreynda um starfsemi bankanna þriggja sem féllu í síðustu viku og tilfærslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar. Markmiðið er að kanna, hvort refsiverð háttsemi hafi átt sér stað sem gefi tilefni til lögreglurannsóknar. Skýrslan á að liggja fyrir eigi síðar en í árslok. Björn leggur til að Ríkissaksóknari njóti aðstoðar fulltrúa frá embætti skattrannsóknarstjóra, Fjármálaeftirliti og Ríkisendurskoðun. Þá semur ráðuneyti Björns frumvarp að sérstakri löggjöf um að stofnað verði tímabundið rannsóknarembætti, sem taki við rannsókn á kærum um meinta refsiverða verknaði, sem sprottnir eru af eða tengjast falli bankanna. Gert er ráð fyrir að ráðinn verði sérstakur forstöðumaður embættisins sem myndi starfa í nánu samstarfi við hverja þá opinbera stofnun, innan lands og utan, sem aðstoðað getur við að upplýsa málið. „Embættið starfaði undir forræði ríkissaksóknara, sem gæti ásamt forstöðumanni, ákvarðað, hvaða rannsóknarefni féllu til þess. Það mun að sjálfsögðu verða undir alþingi komið, hvernig lög um þetta efni verða í endanlegri mynd, en hitt er ljóst af minni hálfu, að réttarvörslukerfið getur ekki brugðist við auknu álagi vegna þessara atburða, án þess að gripið sé til sértækra aðgerða," sagði Björn. Björn sagði enn fremur að við setningu laga um þetta efni væri eðlilegt að velta því fyrir sér hvort koma ætti á fót samráðs- og eftirlitsnefnd með fulltrúum allra þingflokka, sem hitti forstöðumann hins nýja embættis reglulega og gæti í þeim trúnaði, sem bæri að virða, fylgst með framvindu mála. „Við núverandi aðstæður er nauðsynlegt að gera allt, sem skynsamlegt er, til að efla traust á þeim innviðum, sem eru meginstoðir réttarríkisins. Þá er afar mikilvægt að ekki sé hrapað að neinu eða gefa sér í anda nornaveiða, að lög hafi verið brotin. Ég heiti á samstöðu þingmanna um úrlausn hinna brýnu verkefna, sem við íslensku þjóðinni blasa á þessari örlagastundu," sagði Björn.
Tengdar fréttir Jóhanna: Endurskoða stjórnarsáttmála með tilliti til ESB ,,Við verðum öll að skoða aðild að Evrópusambandinu með opnum hug," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í umræðum á Alþingi fyrir stundu. Reyna verði á aðildarviðræður þar sem þjóðin hefur úrslitavald um inngöngu. 15. október 2008 15:25 Björgvin boðar hispurslaust uppgjör Björgvin G. Sigurðsson þakkaði landsmönnum fyrir vel unnið verk á síðustu dögum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann sagði afrek hafa verið unnin þegar tókst að halda bankakerfinu gangandi þrátt fyrir efnahagshrunið. Á sama tíma hefðu landsmenn allir haldið stillingu sinni og sýnt æðruleysi frammi fyrir vandanum sem við er að etja. Hann segir mikilvægt að hispurslaust uppgjör fari fram. 15. október 2008 14:31 Aðgerðir Breta mannréttindabrot af verstu sort Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum fyrirtækjum mannréttindabrot af verstu sótt og vill að breska ríkisstjórnin verði kærð hið fyrsta. 15. október 2008 14:20 Ríkisstjórnin kannar grundvöll málshöfðunar á hendur Bretum Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15. október 2008 14:12 Krefst þess að auðmenn komi að uppbyggingunni eða sleppi því að koma heim Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, krefst þess að auðmenn komi heim og leggi þeirri uppbyggingu sem er að hefjast lið. Geri þeir það ekki geti þeir sleppt því að láta sjá sig á götum úti. 15. október 2008 14:03 Hverjir stungu umdeildri skýrslu ofan í skúffu? Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna spurði margra spurninga í snarpri ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu. Katrín talaði meðal annars um skýrslu tveggja breskra hagfræðinga sem unnin var fyrir Landsbankann en var stungið ofan í skúffu þar sem hún þótti of viðkvæm. 15. október 2008 15:14 Þorgerður vill læra af reynslu Finna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, vill að Íslendingar læri af reynslu Finna og fjárfesti í menntun til framtíðar. Þetta sagði hún við umræður um stöðu bankakerfisins á Alþingi í dag. Þorgerður benti á að Finnar hefðu líkt og Íslendingar lent í bankakreppu undir lok síðustu aldar og þá veðjað á menntunþ. Það hefðii borgað sig því vöxtur finnska hagkerfisins hefði verið mikill á síðustu árum þar sem hátækni hefði skipað æ meiri sess. 15. október 2008 15:13 Spyr hvort von sé á meiru og þá hvaðan Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um stöðu bankakerfisins að fjölmörgum spurningum væri enn ósvarað. 15. október 2008 15:04 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Jóhanna: Endurskoða stjórnarsáttmála með tilliti til ESB ,,Við verðum öll að skoða aðild að Evrópusambandinu með opnum hug," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í umræðum á Alþingi fyrir stundu. Reyna verði á aðildarviðræður þar sem þjóðin hefur úrslitavald um inngöngu. 15. október 2008 15:25
Björgvin boðar hispurslaust uppgjör Björgvin G. Sigurðsson þakkaði landsmönnum fyrir vel unnið verk á síðustu dögum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann sagði afrek hafa verið unnin þegar tókst að halda bankakerfinu gangandi þrátt fyrir efnahagshrunið. Á sama tíma hefðu landsmenn allir haldið stillingu sinni og sýnt æðruleysi frammi fyrir vandanum sem við er að etja. Hann segir mikilvægt að hispurslaust uppgjör fari fram. 15. október 2008 14:31
Aðgerðir Breta mannréttindabrot af verstu sort Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum fyrirtækjum mannréttindabrot af verstu sótt og vill að breska ríkisstjórnin verði kærð hið fyrsta. 15. október 2008 14:20
Ríkisstjórnin kannar grundvöll málshöfðunar á hendur Bretum Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15. október 2008 14:12
Krefst þess að auðmenn komi að uppbyggingunni eða sleppi því að koma heim Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, krefst þess að auðmenn komi heim og leggi þeirri uppbyggingu sem er að hefjast lið. Geri þeir það ekki geti þeir sleppt því að láta sjá sig á götum úti. 15. október 2008 14:03
Hverjir stungu umdeildri skýrslu ofan í skúffu? Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna spurði margra spurninga í snarpri ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu. Katrín talaði meðal annars um skýrslu tveggja breskra hagfræðinga sem unnin var fyrir Landsbankann en var stungið ofan í skúffu þar sem hún þótti of viðkvæm. 15. október 2008 15:14
Þorgerður vill læra af reynslu Finna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, vill að Íslendingar læri af reynslu Finna og fjárfesti í menntun til framtíðar. Þetta sagði hún við umræður um stöðu bankakerfisins á Alþingi í dag. Þorgerður benti á að Finnar hefðu líkt og Íslendingar lent í bankakreppu undir lok síðustu aldar og þá veðjað á menntunþ. Það hefðii borgað sig því vöxtur finnska hagkerfisins hefði verið mikill á síðustu árum þar sem hátækni hefði skipað æ meiri sess. 15. október 2008 15:13
Spyr hvort von sé á meiru og þá hvaðan Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um stöðu bankakerfisins að fjölmörgum spurningum væri enn ósvarað. 15. október 2008 15:04