Enski boltinn

Benitez hefur ekki áhyggjur

AFP

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist ekki hafa miklar áhyggjur af framtíðinni þó gengi liðsins hafi ekki verið með besta móti undanfarið og orðrómur sé uppi um yfirtökutilboð í félagið.

Liverpool hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum sínum í úrvalsdeildinni en Benitez segist ekki finna fyrir pressu og á von á að sitja áfram í knattspyrnustjórastólnum.

"Það er eðlilegt að menn velti þessu fyrir sér og ég er að hugsa um að segja sem minnst. En ég hef hinsvegar grun um að ég verði enn í þessu starfi eftir eitt ár," sagði Benitez í samtali við Daily Star.

"Ég á tvö og hálft ár eftir af samningnum mínum og mér líður vel hérna. Ég á gott samband við leikmennina og þegar þeir spyrja mig hvað sé í gangi - svara ég bara "haldið áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×