Innlent

Svört lungu á sígarettupakka?

Svona gætu merkingarnar litið út.
Svona gætu merkingarnar litið út.

Heimilt verður setja myndir af svörtum lungum, æxlum og frekari óhugnaði á sígarettupakka hér á landi ef nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir nær fram að ganga.

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær og samkvæmt því verður ráðherra veitt heimild til að kveða á um upptöku varúðarmerkinga á tóbaksumbúðir í formi litmynda í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðs Evrópusambandsins. Segir í greinargerð með frumvarpinu að með þessu eigi að hvetja fólk enn frekar til að láta af reykingum með því að koma á framfæri skýrum skilaboðum um skaðsemi þeirra.

Innan Evrópusambandsins hefur Belgía þegar tekið upp slíkar viðvörunarmerkingar og hafa fleiri lönd innan sambandsins hafið undirbúning að því. Ekki hefur verið ákveðið að taka upp slíkar merkingar formlega hér á landi en með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra hafi heimild til þess að setja reglugerð þar um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×