Innlent

Sex handteknir eftir húsleit

Fíkniefni fundust við húsleit í Reykjavík á föstudagskvöld. Sex karlar voru handteknir og reyndist einn þeirra jafnframt vera eftirlýstur fyrir aðrar sakir.

Mennirnir, sem hafa allir komið við sögu hjá lögreglu áður, eru á ýmsum aldri. Einn er á þrítugsaldri, annar á fertugsaldri, sá þriðji á sextugsaldri en hinir þrír eru undir tvítugu.

Í húsinu fannst einnig talsvert af munum en talið er að þeir séu stolnir. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.

Við aðgerðina naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunds frá tollgæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×