Segir Guðna ekki hafa verið dónalegan við ungliða 18. nóvember 2008 14:19 Bryndís Gunnlaugsdóttir formaður Ungra framsóknarmanna. Bryndís Gunnlaugsdóttir formaður Ungra framsóknarmanna segir ungliða flokksins hafa gagnrýnt flokksforystuna í heild sinni á miðstjórnarfundi flokksins um helgina. Hún segir Guðna ekki hafa verið dónalegan, umræðurnar hafi verið beinskeyttar og heiðarlegar. „Við gagnrýndum forystuna í heild sinni og töluðum um að þjóðfélagið krefðist breytinga. Í því sambandi vísuðum við til Bandaríkjanna og að fólkið þar hefði sagt nei við gamla manninn með gömlu lausnirnar," segir Bryndís. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að Guðni Ágústsson hafi brugðist illa við gagnrýninni og m.a. hefði hann beðist afsökunar á orðum sínum síðar á fundinum. Því er einnig haldið fram að viðbrögð hans við gagnrýninni hafi ráðið úrslitum um að hann hafi hætt formennsku í flokknum í gær. „Guðni Ágústsson er það heiðarlegur maður að hann mun aldrei vera dónalegur í pontu og hann var það ekki. Við vorum harðorð og hann líka. Þetta voru beinskeyttar og góðar umræður sem áttu sér stað." Bryndís segir að ungliðarnir hafi einungis verið að fylgja sinni sannfæringu um að yngja ætti upp í flokknum. „Þetta var góður fundur og það voru haldnar yfir 60 ræður. Stemmningin var almennt séð góð og við verðum að leggja evrópumálin til hliðar og byggja upp flokkinn. Í framhaldi af því getum við farið í að byggja upp þjóðfélagið." Bryndís segir að ungliðarnir hafi talað fyrir því að ný forysta yrði skipuð á flokksþinginu í janúar. „Það er slæmt að missa Guðna og hann hefur unnið ómetanlegt starf fyrir flokkinn. Hann taldi best að stíga til hliðar núna til þess að skapa starfsfrið og ég ber virðingu fyrir því." Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Bryndís Gunnlaugsdóttir formaður Ungra framsóknarmanna segir ungliða flokksins hafa gagnrýnt flokksforystuna í heild sinni á miðstjórnarfundi flokksins um helgina. Hún segir Guðna ekki hafa verið dónalegan, umræðurnar hafi verið beinskeyttar og heiðarlegar. „Við gagnrýndum forystuna í heild sinni og töluðum um að þjóðfélagið krefðist breytinga. Í því sambandi vísuðum við til Bandaríkjanna og að fólkið þar hefði sagt nei við gamla manninn með gömlu lausnirnar," segir Bryndís. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að Guðni Ágústsson hafi brugðist illa við gagnrýninni og m.a. hefði hann beðist afsökunar á orðum sínum síðar á fundinum. Því er einnig haldið fram að viðbrögð hans við gagnrýninni hafi ráðið úrslitum um að hann hafi hætt formennsku í flokknum í gær. „Guðni Ágústsson er það heiðarlegur maður að hann mun aldrei vera dónalegur í pontu og hann var það ekki. Við vorum harðorð og hann líka. Þetta voru beinskeyttar og góðar umræður sem áttu sér stað." Bryndís segir að ungliðarnir hafi einungis verið að fylgja sinni sannfæringu um að yngja ætti upp í flokknum. „Þetta var góður fundur og það voru haldnar yfir 60 ræður. Stemmningin var almennt séð góð og við verðum að leggja evrópumálin til hliðar og byggja upp flokkinn. Í framhaldi af því getum við farið í að byggja upp þjóðfélagið." Bryndís segir að ungliðarnir hafi talað fyrir því að ný forysta yrði skipuð á flokksþinginu í janúar. „Það er slæmt að missa Guðna og hann hefur unnið ómetanlegt starf fyrir flokkinn. Hann taldi best að stíga til hliðar núna til þess að skapa starfsfrið og ég ber virðingu fyrir því."
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira