Glitnir þjóðnýttur fyrir 84 milljarða króna 29. september 2008 09:33 Lárus Welding, forstjóri Glitnis, situr niðurlútur á milli seðlabankastjórnanna Eiríks Guðnasonar og Davíðs Oddssonar. MYND/Jón Hákon Ríkisstjórn Íslands mun eignast 75 prósenta hlut í Glitni samkvæmt samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda Glitnis banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þetta er gert með hliðsjón af þröngri lausafjárstöðu Glitnis og einstaklega erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum um þessar mundir. Ríkisjóður greiðir 600 milljónir evra eða um 84 milljarða króna fyrir hlutinn í Glitni. Boðað verður til hluthafafundar í Glitni svo fljótt sem samþykktir leyfa þar sem tillaga þar að lútandi verður lögð fram til samþykktar. Fjármálaeftirlitið metur eiginfjárstöðu og eignasafn Glitnis traust. Eiginfjárhlutfall Glitnis verður 14,5 prósent eftir þessa aðgerð. Rekstur bankans verður með eðlilegum hætti eftir því sem bankinn segir. Glitnir hafði frumkvæði að aðgerðunumDavíð Oddsson seðlabankastjóri í Seðlabankanum í morgun.MYND/Stöð 2„Ríkissjóður stefnir ekki að því að eiga eignarhlutinn í bankanum til langframa. Tilgangurinn með þessari aðgerð er að tryggja stöðugleika í fjármálakerfinu," segir enn fremur í tilkynningunni.Fram kom í máli Davíðs Odddssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun að forsvarsmenn Glitnis hefðu haft samband við Seðlabanka Íslands í síðustu viku vegna vandræða og hefur síðan þá verið unnið að lausn vandans.Enginn annar banki hefur leitað til Seðlabankans um aðstoð. Þá kom fram á fundinum að fjármálaráðuneytið muni fara með hlut ríkisins í Glitni og skipa stjórnarmenn sem fara munu fyrir þeim hlut. Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans er nýttur til hlutafjárkaupanna og minnkar hann því sem þessari upphæð nemur.Þá sögðu bæði Davíð Oddssson og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, að um skammtímalauafjárvanda væri að ræða sem rekja mætti til falls bandaríska bankans Lehman Brothers. Tengdar fréttir Ekki hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag Ekki verður hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag en hægt er að taka fé út af almennum bankareikningum. 29. september 2008 10:38 Steingrímur J: Allt á trúnaðarstigi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vildi ekkert tjá sig um fund formanna stjórnmálaflokkanna með Seðlabankastjórunum í Seðlabankanum í kvöld. "Þetta er allt á trúnaðarstiginu. Það er bara þannig," segir Steingrímur J. í samtali við Vísi. 29. september 2008 00:27 Starfsmenn Glitnis slegnir yfir tíðindunum Fulltrúi starfsmanna Glitnis sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að þeir væru slegnir yfir tíðindunum líkt og þjóðfélagið allt. Góðu tíðindin væru þau að tilkynnt hefði verið í morgun að bankinn yrði rekinn áfram og nú yrði reynt að halda þessu á floti, eins og það var orðað. 29. september 2008 10:20 Blóðrauð opnun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur tekið dýfu við opnun markaða í morgun. Hefur vísitalan lækkað um fjögur prósent og stendur núna í 4.107 stigum. 29. september 2008 10:19 Leynd yfir efni Seðlabankafundar Alger trúnaður og þar með leynd, hvíla yfir því sem fram fór á fundum í forsætisráðuneytinu í gær og í Seðlabankanum seint í gærkvöldi. 29. september 2008 07:55 Höfum séð sömu hluti gerast erlendis segir Lárus Welding Lárus Welding bankastjóri Glitnis segir í tilkynningu frá bankanum að menn hafí séð sömu hluti gerast erlendis og nú eru að gerast með kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum. 29. september 2008 09:32 Stoðir senda tilkynningu um stöðu sína síðar í dag Von er á tilkynningu frá Stoðum, sem áður hét FL Group, síðar í dag vegna stöðu fyrirtækisins í tengslum við þjóðnýtingu Glitnis. 29. september 2008 10:17 Norðmenn hafa miklar áhyggjur af örlögum Glitnis Norskir viðskiptamiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af örlögum Glitnis og greinilegt er að Norðmenn hafa miklar áhyggjur af málinu. Um leið og fréttist af kaupum ríkissjóðs fékk DnB Nor bankinn mikinn skell í kauphöllinni í Osló en hlutir í honum féllu um rúmlega 7% við tíðindin. 29. september 2008 10:35 FME stöðvar öll viðskipti með Glitni - Blaðamannafundur í Seðlabankanum Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf., sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. 29. september 2008 09:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands mun eignast 75 prósenta hlut í Glitni samkvæmt samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda Glitnis banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þetta er gert með hliðsjón af þröngri lausafjárstöðu Glitnis og einstaklega erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum um þessar mundir. Ríkisjóður greiðir 600 milljónir evra eða um 84 milljarða króna fyrir hlutinn í Glitni. Boðað verður til hluthafafundar í Glitni svo fljótt sem samþykktir leyfa þar sem tillaga þar að lútandi verður lögð fram til samþykktar. Fjármálaeftirlitið metur eiginfjárstöðu og eignasafn Glitnis traust. Eiginfjárhlutfall Glitnis verður 14,5 prósent eftir þessa aðgerð. Rekstur bankans verður með eðlilegum hætti eftir því sem bankinn segir. Glitnir hafði frumkvæði að aðgerðunumDavíð Oddsson seðlabankastjóri í Seðlabankanum í morgun.MYND/Stöð 2„Ríkissjóður stefnir ekki að því að eiga eignarhlutinn í bankanum til langframa. Tilgangurinn með þessari aðgerð er að tryggja stöðugleika í fjármálakerfinu," segir enn fremur í tilkynningunni.Fram kom í máli Davíðs Odddssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun að forsvarsmenn Glitnis hefðu haft samband við Seðlabanka Íslands í síðustu viku vegna vandræða og hefur síðan þá verið unnið að lausn vandans.Enginn annar banki hefur leitað til Seðlabankans um aðstoð. Þá kom fram á fundinum að fjármálaráðuneytið muni fara með hlut ríkisins í Glitni og skipa stjórnarmenn sem fara munu fyrir þeim hlut. Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans er nýttur til hlutafjárkaupanna og minnkar hann því sem þessari upphæð nemur.Þá sögðu bæði Davíð Oddssson og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, að um skammtímalauafjárvanda væri að ræða sem rekja mætti til falls bandaríska bankans Lehman Brothers.
Tengdar fréttir Ekki hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag Ekki verður hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag en hægt er að taka fé út af almennum bankareikningum. 29. september 2008 10:38 Steingrímur J: Allt á trúnaðarstigi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vildi ekkert tjá sig um fund formanna stjórnmálaflokkanna með Seðlabankastjórunum í Seðlabankanum í kvöld. "Þetta er allt á trúnaðarstiginu. Það er bara þannig," segir Steingrímur J. í samtali við Vísi. 29. september 2008 00:27 Starfsmenn Glitnis slegnir yfir tíðindunum Fulltrúi starfsmanna Glitnis sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að þeir væru slegnir yfir tíðindunum líkt og þjóðfélagið allt. Góðu tíðindin væru þau að tilkynnt hefði verið í morgun að bankinn yrði rekinn áfram og nú yrði reynt að halda þessu á floti, eins og það var orðað. 29. september 2008 10:20 Blóðrauð opnun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur tekið dýfu við opnun markaða í morgun. Hefur vísitalan lækkað um fjögur prósent og stendur núna í 4.107 stigum. 29. september 2008 10:19 Leynd yfir efni Seðlabankafundar Alger trúnaður og þar með leynd, hvíla yfir því sem fram fór á fundum í forsætisráðuneytinu í gær og í Seðlabankanum seint í gærkvöldi. 29. september 2008 07:55 Höfum séð sömu hluti gerast erlendis segir Lárus Welding Lárus Welding bankastjóri Glitnis segir í tilkynningu frá bankanum að menn hafí séð sömu hluti gerast erlendis og nú eru að gerast með kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum. 29. september 2008 09:32 Stoðir senda tilkynningu um stöðu sína síðar í dag Von er á tilkynningu frá Stoðum, sem áður hét FL Group, síðar í dag vegna stöðu fyrirtækisins í tengslum við þjóðnýtingu Glitnis. 29. september 2008 10:17 Norðmenn hafa miklar áhyggjur af örlögum Glitnis Norskir viðskiptamiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af örlögum Glitnis og greinilegt er að Norðmenn hafa miklar áhyggjur af málinu. Um leið og fréttist af kaupum ríkissjóðs fékk DnB Nor bankinn mikinn skell í kauphöllinni í Osló en hlutir í honum féllu um rúmlega 7% við tíðindin. 29. september 2008 10:35 FME stöðvar öll viðskipti með Glitni - Blaðamannafundur í Seðlabankanum Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf., sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. 29. september 2008 09:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ekki hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag Ekki verður hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag en hægt er að taka fé út af almennum bankareikningum. 29. september 2008 10:38
Steingrímur J: Allt á trúnaðarstigi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vildi ekkert tjá sig um fund formanna stjórnmálaflokkanna með Seðlabankastjórunum í Seðlabankanum í kvöld. "Þetta er allt á trúnaðarstiginu. Það er bara þannig," segir Steingrímur J. í samtali við Vísi. 29. september 2008 00:27
Starfsmenn Glitnis slegnir yfir tíðindunum Fulltrúi starfsmanna Glitnis sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að þeir væru slegnir yfir tíðindunum líkt og þjóðfélagið allt. Góðu tíðindin væru þau að tilkynnt hefði verið í morgun að bankinn yrði rekinn áfram og nú yrði reynt að halda þessu á floti, eins og það var orðað. 29. september 2008 10:20
Blóðrauð opnun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur tekið dýfu við opnun markaða í morgun. Hefur vísitalan lækkað um fjögur prósent og stendur núna í 4.107 stigum. 29. september 2008 10:19
Leynd yfir efni Seðlabankafundar Alger trúnaður og þar með leynd, hvíla yfir því sem fram fór á fundum í forsætisráðuneytinu í gær og í Seðlabankanum seint í gærkvöldi. 29. september 2008 07:55
Höfum séð sömu hluti gerast erlendis segir Lárus Welding Lárus Welding bankastjóri Glitnis segir í tilkynningu frá bankanum að menn hafí séð sömu hluti gerast erlendis og nú eru að gerast með kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum. 29. september 2008 09:32
Stoðir senda tilkynningu um stöðu sína síðar í dag Von er á tilkynningu frá Stoðum, sem áður hét FL Group, síðar í dag vegna stöðu fyrirtækisins í tengslum við þjóðnýtingu Glitnis. 29. september 2008 10:17
Norðmenn hafa miklar áhyggjur af örlögum Glitnis Norskir viðskiptamiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af örlögum Glitnis og greinilegt er að Norðmenn hafa miklar áhyggjur af málinu. Um leið og fréttist af kaupum ríkissjóðs fékk DnB Nor bankinn mikinn skell í kauphöllinni í Osló en hlutir í honum féllu um rúmlega 7% við tíðindin. 29. september 2008 10:35
FME stöðvar öll viðskipti með Glitni - Blaðamannafundur í Seðlabankanum Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf., sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. 29. september 2008 09:16