Fótbolti

Romario er hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Romario fagnar marki í landsleik árið 2001.
Romario fagnar marki í landsleik árið 2001. Nordic Photos / Getty Images

Brasilíumaðurinn Romario hefur gefið út að hann sé endanlega hættur að spila knattspyrnu en hann var reyndar búinn að tilkynna það fyrr í vetur.

Romario er 42 ára gamall og skoraði meira en 1000 mörk á ferlinum, þar af 56 í 73 landsleikjum með Brasilíu. Hann varð heimsmeistari með landsliði sínu árið 1994.

„Þessi 20 ára hafa verið mjög jákvæð fyrir mig," sagði hann. „Ef ég á að segja eins og er þá ætla ég að hætta nú því ég er ekki í nægilega góðu formi til að spila áfram. Ég hef ekki spilað síðan í nóvember og hef bætt á mig þremur eða fjórum kílóum síðan þá. Á þessum aldrei er erfitt að koma sér aftur í form."

Romario hóf ferilinn hjá Vasco da Gama í heimalandi sínu og lék einnig með Barcelona, PSV Eindhoven og Valencia á ferlinum. Hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1987 og lék í heimsmeistarakeppnunum árin 1990 og 1994.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×