Erlent

Nýjar hjúkrunardeildir fyrir eldri borgara í Kaupmannahöfn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Politiken

Fjórar nýjar hjúkrunardeildir fyrir eldri borgara eru um þessar mundir að hefja starfsemi í Kaupmannahöfn. Þær eru nýstárlegar að því leytinu til að þær eru ætlaðar eldra fólki sem þarfnast umönnunar en getur þó enn komið sér á milli staða og þarf því ekki heimahjúkrun.

Á nýju deildunum fær fólkið lyf, ráðgjöf og hvers kyns umönnun auk þess sem það getur tekið þátt í sameiginlegum máltíðum og félagsstarfi með öðru fólki á þeirra reki. Um er að ræða tilraunaverkefni og munu fleiri slíkar deildir líta dagsins ljós ef þessar skila sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×