Erlent

Bush og Obama funda í næstu viku

Barack Obama með Rahm Emanuel, verðandi starfsmannastjóra í Hvíta húsinu.
Barack Obama með Rahm Emanuel, verðandi starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti mun funda með eftirmanni sínum, Barack Obama, í næstu viku þar sem þeir munu meðal annars ræða hina alþjóðlegu fjármálakreppu og stríðið Írak.

Frá þessu greindi Bush í gær og sagðist hlakka til að ræða málin við hinn nýkjörna forseta. Þá myndi hann gera allt sem hann gæti til að tryggja áreynslulaus valdaskipti í Hvíta húsinu um áramót.

Obama mun í dag halda sinn fyrsta blaðamannafund eftir að hann var kjörinn forseti en hann fundar með efnhagsráðgjöfum sínum í dag. Forsetinn nýi vinnur nú að því að skipa í ríkisstjórn sína og embætti nánustu ráðgjafa og hefur Rahm Emanuel, fyrrverandi ráðgjafi Bills Clintons, þegar samþykkt að verða starfsmannastjóri í Hvíta húsinu.

Þá hefur David Axelrod, einn af helstu stjórnendum kosningabaráttu Obama, samþykkt að verða einn af helstu ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu, stöðu sem hinn umdeildi Karl Rove gegndi um tíma hjá George Bush.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×