Erlent

Bandaríkjamenn sagðir hafa gert árás í Pakistan

Pakistanskir hermenn á vaktinni.
Pakistanskir hermenn á vaktinni. MYND/AP

Tíu manns eru sagðir látnir eftir að ómönnuð flaug frá Bandaríkjaher hæfði í morgun bækistöðvar uppreisnsarmanna í Waziristan-héraði í Pakistan sem er nærri landamærunum að Afganistan.

Bæði heimildarmenn úr leyniþjónustu og her Pakistans staðfesta að árásin hafi átt sér stað en á þessu svæði halda félagar í al-Qaida og talibanar sig.

Bandaríkjamenn hafa á síðustu mánuðum gert allmargar sams konar árásir og hafa Pakistanar mótmælt þeim og sagt þær brot á fullveldi landsins. Bandaríkjamenn segja hins vegar að Pakistanar hafi skotið skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn sem geri svo árásir í Afganistan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×