Erlent

Uppgjafahermenn á Rauða torginu

Frá Rauða torginu. Þó ekki í dag.
Frá Rauða torginu. Þó ekki í dag. MYND/AP

Hinn sjöunda nóvember árið 1941 marséruðu rússneskir hermenn yfir Rauða torgið í Moskvu á leið sinni beint á vígvöllinn. Hersveitir nazista voru þá í aðeins nokkurra tuga kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni.

Þessarar göngu hefur verið minnst æ síðan, jafnvel eftir að Vladimir Putin aflagði sjöunda nóvember sem hátíðisdag fyrir fjórum árum.

Um eittþúsund gamlir uppgjafahermenn söfnuðust saman á Rauða torginu í dag í tilefni dagsins. Þar af voru 55 sem tóku þátt í hergöngunni árið 1941.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×