Enski boltinn

Campbell fer frá Portsmouth í sumar

NordcPhotos/GettyImages

Talsmaður Portsmouth hefur staðfest að bikarúrslitaleikurinn á Wembley þann 17. maí næstkomandi verði síðasti leikur varnarmannsins Sol Campbell fyrir félagið.

Harry Redknapp knattspyrnustjóri er sagður heitur fyrir því að fá í staðinn varnarmanninn Luisao frá Benfica í Portúgal, en sá er metinn á að minnsta kosti 12 milljónir punda.

Sol Campbell hefur áður sagt að hann vilji reyna fyrir sér á meginlandinu áður en hann hættir og hefur hinn 33 ára gamli fyrrum landsliðsmaður m.a. verið orðaður við Villarreal á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×