Enski boltinn

Ætla að ganga frá janúarkaupunum sem fyrst

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mark Hughes, stjóri City.
Mark Hughes, stjóri City.

Mark Bowen, aðstoðarstjóri Manchester City, segir að félagið leggi áherslu á að ganga frá kaupum sínum í félagaskiptaglugganum í janúar sem allra fyrst.

Mark Hughes, stjóri City, segir stefnuna að fá fimm nýja leikmenn í janúar. „Það væri best að vera komnir með alla leikmenn 1. janúar. Það er þó ekki mjög raunhæft. Við eigum sex leiki í janúar svo við viljum fá þessa nýju menn sem fyrst," sagði Bowen.

„Við erum mikið í umræðunni því allir vita að við getum gert stóra hluti í janúarglugganum. Vonandi tekst okkur að fá rétta leikmenn og lyfta okkur upp töfluna," sagði Bowen en City er sem stendur í 14. sæti.

Líklegt er að búlgarski sóknarmaðurinn Valeri Bojinov snúi aftur af meiðslalistanum í janúar. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða síðan hann var keyptur frá Fiorentina árið 2007.

Bojinov hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir City. Hann er nú í endurhæfingu og gengur hún vel. Vonast er til að hann geti aftur farið að spila um miðjan janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×