Erlent

Gaddafi tjaldar í Kreml

Óli Tynes skrifar
Gaddafi kann best við sig í tjaldi.
Gaddafi kann best við sig í tjaldi.

Moammar Gaddafi leiðtogi Libyu hefur slegið upp tjaldi í garði í Kreml, nokkra metra frá skrifstofu Dimitrys Medvedevs, forseta Rússlands.

Libyski leiðtoginn er kominn til viðræðna við Rússa um vopnakaup og olíuvinnslu.

Gaddafi er af hirðingjum kominn og fæddist í tjaldi í eyðimörkinni árið 1942. Hann tekur sjálfur oft á móti gestum í tjaldi sem stendur við rústirnar á embættisbústað hans í Tripólí. Bandaríkjamenn lögðu bústaðinn í rúst í loftárás árið 1986 vegna stuðnings Gaddafis við hryðjuverkahópa.

Rússar eru ekki óvanir tiktúrum gesta sinna. Árið 2001 lögðu þeir á sig gríðarlega skipulagsvinnu þegar Kim Jong-il heimsótti þá.

Kim er maður flughræddur vildi koma í sinni brynvörðu járnbrautarlest. Það ferðalag tók níu daga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×