Erlent

Villt dýr átu auðkýfing

Óli Tynes skrifar
Flakið af vél Fossetts.
Flakið af vél Fossetts.

Bandaríska lögreglan telur að villt dýr hafi étið líkið af auðkýfingnum Steve Fossett sem hvarf í eins hreyfils flugvél í Kaliforníu á síðasta ári.

Búið er að finna flak vélarinnar hátt í skógi vaxinni fjallshlíð. Skammt þaðan frá fannst annar skór hans og stór mannabein. Veski Fossetts og leifar af fatnaði fannst tæpan kílómetra frá slysstaðnum.

Lögreglan telur að Fossett hafi látið lífið þegar hann flaug á fjallið og dýr merkurinnar komið til sögunnar.

Fossett var mikill ævintýramaður. Hann setti fjölmörg heimsmet sérstaklega í flugi. Hann síðasta afrek var að fljúga fyrstur manna einn á loftbelg umhverfis jörðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×