Innlent

Engum kaupsamningi þinglýst á Akureyri í vikunni

Einungis 35 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku samkvæmt upplýsingum á vef Fasteignamats ríkisins.

Er það aðeins um helmingur meðaltals síðustu tólf vikna sem er 67. Tuttugu og fjórir samninganna voru vegna eigna í fjölbýli, níu samningar um sérbýli og tvö samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Heildarveltan var 943 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,9 milljónir króna. Á sama tíma var engum kaupsamningi þinglýst á Akureyri en sjö á Árborgarsvæðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×