Innlent

Hvað sagði Davíð við Steinunni Valdísi?

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri veltir því nú fyrir sér hvort hún eigi að „upplýsa samskipti sín við fyrrverandi forsætisráðherra eftir umdeilda ræðu á Austurvelli 17. júní 2002 um mannréttindi." Þetta kemur fram á Facebook síðu Steinunnar Valdísar. Þegar Vísir hafði samband við Steinunni vildi hún ekkert meira segja um málið að svo stöddu, hún myndi segja frá þessum samskiptum þegar sér hentaði.

Steinunn vísar í ræðu sem hún hélt sem formaður Þjóðhátíðarnefndar árið 2002 á Austurvelli en þar gagnrýndi hún framgöngu Íslendinga þegar Falun Gong liðum var meinað að koma til landsins til þess að mótmæla heimsókn forseta Kína en málið vakti töluverða athygli víða. Í ræðunni sagði Steinunn meðal annars að það væri kalhæðnislegt að „Íslendingar séu í heimsfréttum vegna skerðingar á mannréttindum."





Gat stjórnandi lúðrasveitarinnar ekki líka tjáð sig um þetta?

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins nokkrum dögum síðar brást Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra, hinn versti við að sakaði Steinunni um stórpólitíska árás. „Meira að segja formaður dagskrárnefndarinnar, sem á að gera grein fyrir dagskránni, hóf stórpólitíska árás á forseta og ríkisstjórn í viðurvist tuga erlendra sendimanna og dylgjaði um að stjórnvöld á Íslandi væru kynþáttahatarar. ....... Gat þá ekki alveg eins stjórnandi lúðrasveitarinnar líka tjáð sig um þetta? Ráðist á ríkisstjórnina og forsetann fyrir framan 50 erlenda sendiherra eins og formaður dagskrárnefndarinnar tekur allt í einu upp hjá sér að gera?" segir Davíð.

Ef marka má Facebook síðu Steinunnar Valdísar hefur greinilega eitthvað gengið á eftir ræðu hennar. Hún vill þó ekki upplýsa um það að svo stöddu. „Ekki núna, en það kemur að því þegar mér hentar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×