Innlent

Hætta við jólahlaðborðsferðir frá norskum bæjum til Íslands

Norska ferðaskrifstofan Islandsferder, sem sérhæfir sig í ferðum fyrir Norðmenn til Íslands, hefur hætt við jólahlaðborðsferðir sínar til landsins frá völdum stöðum í Noregi.

Frá þessu greinir á vefnum Boarding.no. Þar kemur fram að fyrirhugaðar hafi verið ferðir fyrir jólin frá Álasundi, Tromsø, Björgvin, Stafangri og Þrándheimi. Ástæðan fyrir því að hætt er við ferðirnar eru sögð tilmæli frá ferðatryggingasjóði Noregs en það er ekki útskýrt frekar.

Þeir sem þegar hafa keypt sér ferðir með ferðaskrifstofunni frá þessum stöðum fá þær endurgreiddar en ekki er tilgreint hversu margir þeir eru. Hins vegar er bent á að fyrirhugaðar ferðir félagsins frá Osló standi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×