Fótbolti

Landsleikurinn á risatjaldi í Smáralind

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska landsliðið fagnar marki.
Íslenska landsliðið fagnar marki.

Landsleikur Íslands og Frakklands verður sýndur á risatjaldi í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardaginn.

Rúv verður með beina útsendingu frá leiknum og hefst upphitun klukkan 13.30. KSÍ hvetur alla knattspyrnuáhugamenn til að fjölmenna í Smáralindinni og skapa góða stemningu í kringum leikinn. Stuðningurinn muni skila sér alla leið til Frakklands.

Þetta er mikilvægasti landsleikur í sögu íslenskrar kvennaknattspyrnu en með jafntefli eða sigri kemst liðið í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi næsta sumar. Það er þó ekki öll nótt úti ef liðið tapar þar sem það mun þá taka þátt í umspili um laust sæti á EM.

Leikurinn sjálfur hefst klukkan 14.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×