Fótbolti

Fyrsta tap Eriksson með Mexíkó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson. Nordic Photos / Getty Images

Mexíkó tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfara er liðið beið lægri hlut fyrir Chile í vináttulandsleik, 1-0.

Juan Carlos Valenzuela varð fyrir því óláni að skora í eigið mark er hann reyndi að hreinsa frá sendingu Emilio Hernandez.

Leikurinn var reyndar ekki mikið fyrir augað en lærisveinar Eriksson þóttu þó betri aðilinn í leiknum.

Mexíkó vann þrjá fyrstu sína leiki í röð undir stjórn Eriksson. Það voru allt leikir í undankeppni HM 2010 og allir fóru þeir fram á heimavelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×