Fótbolti

Ólafur skipti um markverði

Gunnleifur Gunnleifsson er kominn í landsliðið á ný
Gunnleifur Gunnleifsson er kominn í landsliðið á ný

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti í hádeginu hópinn sem mætir Hollandi og Makedóníu í undankeppni HM í þessum mánuði.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá því í leikjunum við Skota og Norðmenn og þar ber hæst að skipt hefur verið um markverði.

Þeir Kjartan Sturluson úr Val og Stefán Logi Magnússon hjá KR hafa misst sæti sitt í hendur þeirra Árna Gauts Arasonar hjá Odd Grenland í Noregi og Gunnleifs Gunnleifssonar hjá HK.

Þá koma þeir Helgi Valur Daníelsson frá Elfsborg og Brynjar Björn Gunnarsson frá Reading aftur inn í hópinn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í síðustu verkefnum landsliðsins.

Hér fyrir neðan má sjá landsliðshópinn sem leikur gegn Hollendingum ytra þann 11. október og tekur á móti Makedóníu þann 15.

Markverðir:

Árni Gautur Arason (Odd Grenland)

Gunneifur Gunnleifsson (HK)

Varnarmenn:

Hermann Hreiðarsson (Portsmouth)

Indriði Sigurðsson (Lyn)

Kristján Örn Sigurðsson (Brann)

Grétar Rafn Steinsson (Bolton)

Ragnar Sigurðsson (Gautaborg)

Birkir Már Sævarsson (Brann)

Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)

Miðjumenn:

Brynjar Björn Gunnarsson (Reading)

Stefán Gíslason (Bröndby)

Emil Hallfreðsson (Reggina)

Aron Einar Gunnarsson (Coventry)

Helgi Valur Daníelsson (Elfsborg)

Pálmi Rafn Pálmason (Stabæk)

Davíð Þór Viðarsson (FH)

Arnór Smárason (Heerenveen)

Theodór Elmar Bjarnason (Lyn)

Sóknarmenn:

Eiður Smári Guðjohnsen (Barcelona)

Heiðar Helguson (Bolton)

Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk)

Guðmundur Steinarsson (Keflavík)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×