Pálmi Rafn með þrennu í fyrsta sigri Vals Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2008 16:20 Pálmi Rafn Pálmason átti stórleik í kvöld og skoraði öll þrjú mörk Valsmanna. Mynd/Vilhelm Íslandsmeistarar Vals unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla en liðið lagði Grindavík með þremur mörkum frá Pálma Rafni Pálmasyni. Grindvíkingar eru því enn án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en liðið hefur mætt KR og Val á útivelli til þessa. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill ef frá er talið fyrra mark Vals en leikurinn var öllu fjörlegri í síðari hálfleik. Grindvíkingar mættu sprækir til leiks í síðari hálfleik en eftir annað mark Pálma Rafns voru úrslitin ráðin. Hann fullkomnaði svo þrennuna í blálok leiksins. Fyrri hálfleikur var afar rólegur lengst framan af ef frá er talinn þrumufleygur Bjarna Ólafs Eiríkssonar strax á þriðju mínútu leiksins. Magnús Þormar, markvörður Grindavíkur mátti hafa sig allan við að verja skotið. Eftir það róaðist leikurinn mjög þó svo að Valsarar hafi verið meira með boltann. Grindvíkingar vörðust aftarlega og freistuðu þess að sækja hratt á vörn heimamanna. En á 42. mínútu skoruðu Valsmenn fyrsta mark leiksins. Valsmenn sóttu upp vinstri kantinn þar sem boltinn barst á Bjarna Ólaf við endalínuna. Hann lagði boltann út á Pálma Rafn sem stóð í miðjum teignum og skoraði með laglegu skoti. Magnús Þormar var í boltanum en náði ekki að verja. Seinni hálfleikur byrjaði talsvert betur en sá fyrri var lengst af en gestirnir frá Grindavík voru nokkuð aðgangsharðir við mark Valsmanna. En aftur náðu Valsmenn að skora og aftur var Pálmi Rafn þar að verki eftir laglegan samleik við Helga Siguðrsson. Pálmi fékk boltann á vítateigslínunni og skoraði með laglegu skoti í neðra hægra markhornið. Eftir þetta var nokkuð ljóst í hvað stefndi en Pálmi Rafn náði að fullkomna þrennuna undir lok leiksins er hann skoraði þriðja mark Vals. Baldur Þórólfsson var nýkominn inn á sem varamaður og átti háa fyrirgjöf inn á teig Vals þar sem Magnús Þormar ætlaði að klófesta knöttinn. Pálmi Rafn varð hins vegar fyrri til og skallaði knöttinn í autt markið. Sætur og öruggur 3-0 sigur Valsmanna því staðreynd.Þá má smella á hlekkinn hér að neðan til að sjá lýsingu Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins frá leik Vals og Grindavíkur.Landsbankadeild karla, 2. umferð: Valur - Grindavík Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Líður aðeins betur en eftir síðasta leik „Jú, ég get ekki neitað því að mér líður aðeins betur nú en eftir síðasta leik,“ sagði markaskorarinn Pálmi Rafn Pálmason sem skoraði öll þrjú mörk Vals gegn Grindavík í kvöld. 14. maí 2008 21:22 Orri Freyr: Eins og hræddir kjúklingar Fyrirliði Grindavíkur, Orri Freyr Hjaltalín, sagði að sínir menn hafi einfaldlega verið lélegir í kvöld, allir sem einn. 14. maí 2008 21:34 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla en liðið lagði Grindavík með þremur mörkum frá Pálma Rafni Pálmasyni. Grindvíkingar eru því enn án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en liðið hefur mætt KR og Val á útivelli til þessa. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill ef frá er talið fyrra mark Vals en leikurinn var öllu fjörlegri í síðari hálfleik. Grindvíkingar mættu sprækir til leiks í síðari hálfleik en eftir annað mark Pálma Rafns voru úrslitin ráðin. Hann fullkomnaði svo þrennuna í blálok leiksins. Fyrri hálfleikur var afar rólegur lengst framan af ef frá er talinn þrumufleygur Bjarna Ólafs Eiríkssonar strax á þriðju mínútu leiksins. Magnús Þormar, markvörður Grindavíkur mátti hafa sig allan við að verja skotið. Eftir það róaðist leikurinn mjög þó svo að Valsarar hafi verið meira með boltann. Grindvíkingar vörðust aftarlega og freistuðu þess að sækja hratt á vörn heimamanna. En á 42. mínútu skoruðu Valsmenn fyrsta mark leiksins. Valsmenn sóttu upp vinstri kantinn þar sem boltinn barst á Bjarna Ólaf við endalínuna. Hann lagði boltann út á Pálma Rafn sem stóð í miðjum teignum og skoraði með laglegu skoti. Magnús Þormar var í boltanum en náði ekki að verja. Seinni hálfleikur byrjaði talsvert betur en sá fyrri var lengst af en gestirnir frá Grindavík voru nokkuð aðgangsharðir við mark Valsmanna. En aftur náðu Valsmenn að skora og aftur var Pálmi Rafn þar að verki eftir laglegan samleik við Helga Siguðrsson. Pálmi fékk boltann á vítateigslínunni og skoraði með laglegu skoti í neðra hægra markhornið. Eftir þetta var nokkuð ljóst í hvað stefndi en Pálmi Rafn náði að fullkomna þrennuna undir lok leiksins er hann skoraði þriðja mark Vals. Baldur Þórólfsson var nýkominn inn á sem varamaður og átti háa fyrirgjöf inn á teig Vals þar sem Magnús Þormar ætlaði að klófesta knöttinn. Pálmi Rafn varð hins vegar fyrri til og skallaði knöttinn í autt markið. Sætur og öruggur 3-0 sigur Valsmanna því staðreynd.Þá má smella á hlekkinn hér að neðan til að sjá lýsingu Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins frá leik Vals og Grindavíkur.Landsbankadeild karla, 2. umferð: Valur - Grindavík
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Líður aðeins betur en eftir síðasta leik „Jú, ég get ekki neitað því að mér líður aðeins betur nú en eftir síðasta leik,“ sagði markaskorarinn Pálmi Rafn Pálmason sem skoraði öll þrjú mörk Vals gegn Grindavík í kvöld. 14. maí 2008 21:22 Orri Freyr: Eins og hræddir kjúklingar Fyrirliði Grindavíkur, Orri Freyr Hjaltalín, sagði að sínir menn hafi einfaldlega verið lélegir í kvöld, allir sem einn. 14. maí 2008 21:34 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Pálmi Rafn: Líður aðeins betur en eftir síðasta leik „Jú, ég get ekki neitað því að mér líður aðeins betur nú en eftir síðasta leik,“ sagði markaskorarinn Pálmi Rafn Pálmason sem skoraði öll þrjú mörk Vals gegn Grindavík í kvöld. 14. maí 2008 21:22
Orri Freyr: Eins og hræddir kjúklingar Fyrirliði Grindavíkur, Orri Freyr Hjaltalín, sagði að sínir menn hafi einfaldlega verið lélegir í kvöld, allir sem einn. 14. maí 2008 21:34