Ferðalag um hið ókunna 17. maí 2008 06:00 Skyr Lee Bob er listahópur sem tekur þátt í Ferðalagi á Austurlandi. Listaverkefninu Ferðalag verður ýtt úr vör í dag, en um er að ræða framtak þriggja listastofnanna á Austurlandi í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Stofnanirnar eru Skaftfell - miðstöð menningar á Austurlandi, Sláturhús - Menningarsetur og Eiðar listasetur. Ferðalagi er ætlað að drífa áhorfendur með sér á vit hins ókunna og óvænta og leiða þá um hugmyndabanka þeirra listamanna sem taka þátt í verkefninu, með drjúgri viðkomu í hugskotum þeirra og sálarkimum. Þannig gefst áhorfendum kostur á að upplifa eftirminnilega listviðburði í fögru umhverfi og björtu vori á Austurlandi. En hverjir eru þessir listamenn sem veita dýrmæta innsýn í sálarkima sína? Á Eiðum sýna tveir listamenn verk sín, þeir Lennart Alves og Hrafnkell Sigurðsson. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að vinna talsvert með ljósmyndir og því verður forvitnilegt að sjá hvort einhver samhljómur myndist á milli sýninga þeirra á Eiðum. Í Sláturhúsi-Menningarsetri má sjá verk eftir breska listamanninn Paul Harfleet, finnska hljóðlistamanninn Matti Saarinen og Söru Björnsdóttur. Þessir listamenn eiga það sameiginlegt að pólitískur undirtónn er í verkum þeirra, en að öðru leyti má vænta þess að sýningar þeirra verði talsvert ólíkar. Í Skaftfelli verður boðið upp á uppákomu og sýningu á vegum listahópsins Skyr Lee Bob, sem í eru þau Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson og Lieven Dousselaere. Þar sýna einnig verk sín listamennirnir Cristoph Büchel og Pétur Kristjánsson. Ljóst er af þessarri upptalningu að Austurland er síður en svo í menningarsvelti um þessar mundir; freistandi er fyrir íbúa annarra landshluta að láta áhyggjur af bensínverði lönd og leið og spæna austur í veisluna. Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listaverkefninu Ferðalag verður ýtt úr vör í dag, en um er að ræða framtak þriggja listastofnanna á Austurlandi í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Stofnanirnar eru Skaftfell - miðstöð menningar á Austurlandi, Sláturhús - Menningarsetur og Eiðar listasetur. Ferðalagi er ætlað að drífa áhorfendur með sér á vit hins ókunna og óvænta og leiða þá um hugmyndabanka þeirra listamanna sem taka þátt í verkefninu, með drjúgri viðkomu í hugskotum þeirra og sálarkimum. Þannig gefst áhorfendum kostur á að upplifa eftirminnilega listviðburði í fögru umhverfi og björtu vori á Austurlandi. En hverjir eru þessir listamenn sem veita dýrmæta innsýn í sálarkima sína? Á Eiðum sýna tveir listamenn verk sín, þeir Lennart Alves og Hrafnkell Sigurðsson. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að vinna talsvert með ljósmyndir og því verður forvitnilegt að sjá hvort einhver samhljómur myndist á milli sýninga þeirra á Eiðum. Í Sláturhúsi-Menningarsetri má sjá verk eftir breska listamanninn Paul Harfleet, finnska hljóðlistamanninn Matti Saarinen og Söru Björnsdóttur. Þessir listamenn eiga það sameiginlegt að pólitískur undirtónn er í verkum þeirra, en að öðru leyti má vænta þess að sýningar þeirra verði talsvert ólíkar. Í Skaftfelli verður boðið upp á uppákomu og sýningu á vegum listahópsins Skyr Lee Bob, sem í eru þau Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson og Lieven Dousselaere. Þar sýna einnig verk sín listamennirnir Cristoph Büchel og Pétur Kristjánsson. Ljóst er af þessarri upptalningu að Austurland er síður en svo í menningarsvelti um þessar mundir; freistandi er fyrir íbúa annarra landshluta að láta áhyggjur af bensínverði lönd og leið og spæna austur í veisluna.
Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira