Nemar í HR óánægðir með samnemanda sinn 26. nóvember 2008 22:50 Ræða Katrínar fer fyrir brjóstið á sumum nemendum Háskólans í Reykjavík. Katrín Oddsdóttir, laganemi í Háskólanum í Reykjavík, vakti athygli síðastliðinn laugardag þegar hún hélt kraftmikla ræðu á mótmælafundi á Austurvelli. Þar fór Katrín ekki í grafgötur með álit sitt á núverandi ríkisstjórn og má segja að hún hafi boðað byltingu ef stjórnvöld taki sig ekki saman í andlitinu á næstunni. Á heimasíðu háskólans er frétt um framgöngu Katrínar og er ræðan meðal annars birt. Þetta eru sumir nemar skólans ekki ánægðir með og hefur verið stofnuð Facebook síða þar sem skólayfirvöld eru hvött til að taka fréttina af framgöngu Katrínar niður. Um hundrað manns hafa skráð sig á síðuna. Yfirlýsing nemanna er hér fyrir neðan í heild sinni: „Við, nemendur Háskólans í Reykjavík, skorum hér með á Háskólann í Reykjavík að fjarlægja ræðu Katrínar Oddsdóttur af heimasíðu Háskólans í Reykjavík. Lagarök í ræðu Katrínar sem flutt var 22.nóvember sl. eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og langt frá því að vera í nokkru samræmi við það sem kennt er við skólann. Mikilvægt er svo laganámið og þá sérstaklega kennsla í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík haldi trúverðugleika sínum sem ,,metnaðarfullt og nútímalegt laganám" að skólinn fjarlægi frétt um ræðuhöld hennar af heimasíðu skólans. Að sama skapi finnst okkur með öllu óásættanlegt að Háskólinn í Reykjavík stæri sig af, á forsíðu heimasíðu skólans, ummælum Katrínar sem hótar ofbeldi og valdaráni í ræðu sinni. En þar kemst hún að sama skapi að þeirri niðurstöðu að valdarán sé ekki brot á lögum. Teljum við það skóla okkar ekki til sóma að fjalla um ræðu hennar á heimasíðu skólans og krefjumst þess að færslan verði fjarlægð." Facebook síðan er hér. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Katrín Oddsdóttir, laganemi í Háskólanum í Reykjavík, vakti athygli síðastliðinn laugardag þegar hún hélt kraftmikla ræðu á mótmælafundi á Austurvelli. Þar fór Katrín ekki í grafgötur með álit sitt á núverandi ríkisstjórn og má segja að hún hafi boðað byltingu ef stjórnvöld taki sig ekki saman í andlitinu á næstunni. Á heimasíðu háskólans er frétt um framgöngu Katrínar og er ræðan meðal annars birt. Þetta eru sumir nemar skólans ekki ánægðir með og hefur verið stofnuð Facebook síða þar sem skólayfirvöld eru hvött til að taka fréttina af framgöngu Katrínar niður. Um hundrað manns hafa skráð sig á síðuna. Yfirlýsing nemanna er hér fyrir neðan í heild sinni: „Við, nemendur Háskólans í Reykjavík, skorum hér með á Háskólann í Reykjavík að fjarlægja ræðu Katrínar Oddsdóttur af heimasíðu Háskólans í Reykjavík. Lagarök í ræðu Katrínar sem flutt var 22.nóvember sl. eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og langt frá því að vera í nokkru samræmi við það sem kennt er við skólann. Mikilvægt er svo laganámið og þá sérstaklega kennsla í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík haldi trúverðugleika sínum sem ,,metnaðarfullt og nútímalegt laganám" að skólinn fjarlægi frétt um ræðuhöld hennar af heimasíðu skólans. Að sama skapi finnst okkur með öllu óásættanlegt að Háskólinn í Reykjavík stæri sig af, á forsíðu heimasíðu skólans, ummælum Katrínar sem hótar ofbeldi og valdaráni í ræðu sinni. En þar kemst hún að sama skapi að þeirri niðurstöðu að valdarán sé ekki brot á lögum. Teljum við það skóla okkar ekki til sóma að fjalla um ræðu hennar á heimasíðu skólans og krefjumst þess að færslan verði fjarlægð." Facebook síðan er hér.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira