Erlent

Dönsku hægriflokkarnir gera kröfur til Kristjaníubúa

MYND/365

Hægri flokkarnir á danska þinginu gera nú þá kröfu til Kristjaníubúa að þeir mótmæli kröftuglega því uppþoti sem varð í kjölfar þess að lögreglumaður skaut hund til bana rétt utan við frístaðinn í vikunni.

Við þennan atburð fór allt í bál og brand milli Kristjaníubúa og lögreglunnar. Þessari kröfu fylgir síðan hótun um að ef Kristjaníubúar fari ekki að vilja flokkana muni íbúarnir ekki hafa neitt að segja um mótun framtíðar Kristjaníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×